Uppgjörsfundur

Við lok skólastarfs á vorin er haldinn daglangur uppgjörsfundur kennara.  Fyrir hádegi er liðinn vetur ræddur og farið yfir það hvað gekk vel og hvað hefði mátt gera betur.  Eftir hádegi er síðan litið fram í tímann og línurnar lagðar fyrir næsta vetur og lengra fram í tímann; hvar eru ógnanir og tækifæri og að hverju er stefnt í framtíðinni.  Rituð er fundargerð í fundagerðarbók kennarafunda.  Fundargerðin er vélrituð og send kennurum.