Viðbrögð við óvæntum atburðum

 • Áætlun þessi nær til óvæntra atburða innan og utan skólans sem varða nemendur og starfsmenn hans, svo sem slysa, andláts, eldsvoða, kynferðilegrar misbeitingar, fíkniefnamála og alvarlegra átaka.
 • Við óvæntan atburð skal hver sá sem verður hans var reyna með yfirveguðum og skynsömum hætti að koma í veg fyrir frekari skaða en orðið er en jafnframt forðast að setja sjálfan sig eða aðra í mikla hættu við það.
 • Óvæntan atburð skal tilkynna til skólameistara, áfangastjóra eða námsráðgjafa og hringja skal í 112 ef um slys eða lögreglumál er að ræða.
 • Eftir að skólameistara, áfangastjóra eða námsráðgjafa hefur verið tilkynnt um óvæntan atburð ákveður viðkomandi frekari aðgerðir í málinu.
 • Tilkynna skal til barnaverndarnefndar Sveitarfélagsins Hornafjarðar ef rökstuddur grunur er um ofbeldi eða misbeitingu gagnvart nemendum sem eru yngri en 18 ára samanber: „Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda 18. desember 2006”  Starfsmaður skal ræða rökstuddan grun við skólameistara sem ákveður frekari viðbrögð í málinu.
 • Skólameistari, áfangastjóri, námsráðgjafi og skrifstofustjóri mynda viðbragðsteymi.  Ef skólameistari og áfangastjóri eru ekki til staðar þá kemur sá sem skólameistari hefur tilnefnt sem staðgengil sinn inn í viðbragðsteymið.
 • Viðbragðsteymi heldur fund sem skólameistari eða staðgengill hans boðar til og ræðir viðbrögð við alvarlegum óvæntum atburðum og ákveða frekari viðbrögð.
 • Viðbragðsteymi semur sér reglur um viðbrögð við mögulegum aðstæðum.
 • Við eldsvoða skal viðbragðsteymi taka ákvörðun um viðbrögð og hafa samband við slökkvilið og lögreglu.
 • Ef rýming er ákveðin skulu nemendur og starfsfólk skólans safnast saman á söfnunarsvæði á túninu vestan við Nýheima og halda þar kyrru fyrir þangað til viðbragðsteymi ákveður annað. Viðbragðsteymi kannar hvort allir hafi skilað sér þangað.
 • Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim hópi nemenda sem hann er að kenna þegar hættuástand kemur upp. Hann stjórnar rýmingu sinnar skólastofu og sér til þess að allir nemendur skili sér á söfnunarsvæði.