Félagslíf

FAS lítur á þátttöku nemenda í félagslífi sem mikilvægan hluta af skipulögðu námi við skólann.  Þetta á ekki síst við hvað varðar lykilhæfniþættina skapandi hugsun, jafnrétti og lýðræði.  Félagslífið á að vera sjálfbært og lýðræðislegt, sjálfsprottið af áhuga nemenda á sem felstum hliðum mannlífsins. Gert er ráð fyrir föstum tímum í stundatöflu skólans svo nemendur geti sinnt félagslífi á skólatíma.

Skólinn gefur einnig þeim nemendum sem leggja stund á skipulagt tómstundastarf utan skólans að vinna þeirra sé metin sem nám við skólann. Hvert og eitt tilfelli er metið fyrir sig af skólayfirvöldum og gerður einstaklingsmiðaður námssamningur við viðkomandi nemanda.