Reglur um dansleiki á vegum FAS

 1.       Allir dansleikir eru án áfengis, tóbaks og annara vímuefna
 2.       Miðar eru keyptir fyrirfram og skráðir á þátttakendur
 3.       Listi yfir þáttakendur liggur fyrir hjá dyravörðum og skal merkt við hvern þátttakenda þegar hann kemur
 4.       Allir félagar í nemendafélaginu geta keypt miða og boðið með sér einum öðrum þátttakanda
 5.       Þátttakendur utan nemendafélagsins eru á ábyrgð þeirra sem bjóða þeim
 6.       Þátttakendur sem yfirgefa dansleik geta ekki komið inn aftur
 7.       Sýnileg ölvun hefur í för með sér vísun frá dansleik og dansleikjum það sem eftir er vetrar.  Sýnileg ölvun boðsgests hefur sömu afleiðingar í för með sér fyrir þann sem býður honum
 8.       Hringt er í foreldra nemenda og boðsgesta sem eru yngri en 18 ára
 9.       Ekki má bjóða yngra fólki en fólki á framhaldsskólaaldri
 10.   Gerður skal skriflegur samningur við alla dyraverði þar sem skyldur og kjör þeirra eru tilgreind
 11.   Alvarleg bort geta varðað brottrekstur úr skóla
 12.   Fjárhaglegar skuldbindingar vegna dansleikja skulu gerðar með samþykki skólameistara eða þess sem hann tilnefnir
 13.   Skólinn gengur frá samningum vegna húsnæðis undir dansleiki
 14.   Gera skal áætlun um gjöld og tekjur fyrir hvern dansleik