Námið

Skipulag náms er í samræmi við kjörorð skólans: Nám er vinna, nám er félagslegt ferli og skóli er þjónustustofnun. Út frá þessu hefur verið mótuð sú stefna að skapa nemendum góða vinnuaðstöðu um leið og lögð er áhersla á samvinnu nemenda og tengsl við umhverfi nær og fjær.  Jafnframt þessu er námið skipulagt með einstaklingsbundnar þarfir nemenda í huga.

Að öðru leyti starfar skólinn eftir almenna hluta Aðalnámskrá framhaldsskólafrá 2011.