Frá klukkan 13 til 15 annan hvern föstudag eru kennarafundir almennt haldnir. Á þeim eru tekin fyrir mál sem varða starfið almennt, skipulag þess og framgang, en einnig málefni einstakra nemenda. Kennarahópurinn er af þeirri stærð að færi gefst á að ræða málin og meta stöðu þeirra atriða sem tekin eru fyrir. Oft eru á hverri önn tekin fyrir einhver sérstök viðfangsefni sem rædd eru og krufin þá önnina. Fundargerð er færð og hún lesin upp og undirrituð í lok fundar.
- Skólanámskrá
- Almennur hluti
- Brautaráætlun og námsframvinda
- Félagslíf
- Fjarnám
- Inntökuskilyrði og fjöldatakmarkanir
- Móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna
- Nám er vinna
- Námið
- Námsmat
- Nemendaþjónusta & stoðþjónusta
- Reglur um brottvikningu úr námi
- Sjálfsmat
- Skipulag náms
- Skipulag og stjórnun
- Stefna og áætlanir í einstaka málaflokkum
- Vinnuaðstaða og tæki