Kennarafundir

Frá klukkan 13 til 15 annan hvern föstudag eru kennarafundir almennt haldnir.  Á þeim eru tekin fyrir mál sem varða starfið almennt, skipulag þess og framgang, en einnig málefni einstakra nemenda.  Kennarahópurinn er af þeirri stærð að færi gefst á að ræða málin og meta stöðu þeirra atriða sem tekin eru fyrir.  Oft eru á hverri önn tekin fyrir einhver sérstök viðfangsefni sem rædd eru og krufin þá önnina.  Fundargerð er færð og hún lesin upp og undirrituð í lok fundar.