Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Umbótamat | FAS

Umbótamat

Á vorönn 2006 var eftir tilsögn Sigurlínar Davíðsdóttur unnið að svo nefndu umbótamiðuðu sjálfsmati.  Umbótamatið er unnið þannig að hugmyndir að viðfangsefnum eru ræddar á kennarafundi sem tekur svo ákvörðun um hvað kanna á.  Á kennarafundi er einnig tekin ákvörðun um það hvernig staðið er að matinu.  Lögð er áhersla á að nota margar aðferðir við matið svo sem vettvangsathuganir og viðhorfskannanir.  Niðurstöður matsins eru svo teknar saman og þær ræddar í kennarahópnum.  Á grundvelli niðurstöðunnar eru teknar ákvarðanir um aðgerðir til að bæta stöðuna og svo eru mælingar endurteknar til að meta árangur aðgerðanna.  Með þessu móti tekur kennarahópurinn sem heild á efni sem honum finnst miklvægt, mælir með skipulögðum hætti og fer svo út í endurbætur í kjöfarið.  Aðferðin er hnitmiðuð og stuðlar að samkennd í hópnum.