Á vorönn 2006 var eftir tilsögn Sigurlínar Davíðsdóttur unnið að svo nefndu umbótamiðuðu sjálfsmati. Umbótamatið er unnið þannig að hugmyndir að viðfangsefnum eru ræddar á kennarafundi sem tekur svo ákvörðun um hvað kanna á. Á kennarafundi er einnig tekin ákvörðun um það hvernig staðið er að matinu. Lögð er áhersla á að nota margar aðferðir við matið svo sem vettvangsathuganir og viðhorfskannanir. Niðurstöður matsins eru svo teknar saman og þær ræddar í kennarahópnum. Á grundvelli niðurstöðunnar eru teknar ákvarðanir um aðgerðir til að bæta stöðuna og svo eru mælingar endurteknar til að meta árangur aðgerðanna. Með þessu móti tekur kennarahópurinn sem heild á efni sem honum finnst miklvægt, mælir með skipulögðum hætti og fer svo út í endurbætur í kjöfarið. Aðferðin er hnitmiðuð og stuðlar að samkennd í hópnum.
- Skólanámskrá
- Almennur hluti
- Brautaráætlun og námsframvinda
- Félagslíf
- Fjarnám
- Inntökuskilyrði og fjöldatakmarkanir
- Móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna
- Nám er vinna
- Námið
- Námsmat
- Nemendaþjónusta & stoðþjónusta
- Reglur um brottvikningu úr námi
- Sjálfsmat
- Skipulag náms
- Skipulag og stjórnun
- Stefna og áætlanir í einstaka málaflokkum
- Vinnuaðstaða og tæki