Námsbrautir

Hug- og félagsvísindabraut

Hug- og félagsvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á hug- og félagsvísindi.

Kjörnámsbraut

Kjörnámsbraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, bundið val ásamt séhæfingu og svo óbundið val. Brautin er sniðin að þörfum þeirra sem hafa hug á að sérhæfa sig á sviðum sem ekki teljast til hefðbundins háskólanáms.

Vélstjórnarbraut A ≤750 kW réttindi

Markmið brautarinnar er að mennta þá sem hyggjast afla sér réttinda til að starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og sækjast ekki eftir frekara vélstjórnarnámi.

Náttúru- og raunvísindabraut

Náttúru- og raunvísindabraut lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum á þriðja hæfniþrepi. Brautin er 200 einingar og skiptist í kjarna, sérhæfingu, bundið val og óbundið val. Á brautinni er lögð áhersla á náttúru- og raunvísindi.

Framhaldsskólabraut

Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu og er lögð áhersla á hvort tveggja, annars vegar bóklegt nám og hins vegar og list- og verkgreinar. Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi. Framhaldsskólabrautin er 90 einingar og er miðað við að nemendur ljúki henni á tveimur árum.

Fjallamennskunám

Fjallamennskunám er 60 eininga sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi.