Námsmat

Markmiðið með námsmati er að fygjast með hvernig nemendum gengur að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár og markmiðum einstakra námsgreina. Námsmatið upplýsir nemendur og foreldra og hvetur nemendur, örvar þá til  framfara og hjálpar þeim að koma auga á hvaða aðstoð þeir þurfa til að ná árangri í námi. Námsmatið veitir einnig kennurum og skólastjórnendum upplýsingar sem gagnast við að móta skólastafið og skipuleggja kennsluna.

Námsmatsaðferðir eru fjölbreyttar og í samræmi við hæfnimarkmið, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendum.  Námsmat á að vera réttmætt og áreiðanlegt, hlutlægan og sanngjarnt.

Í FAS er lögð áhersla á símat og leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat byggir á stöðugri endurgjöf sem nemendur geta nýtt sér til að verða meðvitaðir um eigin námsframvindu og til hvers er ætalst af þeim. Leiðsagnarmat er hluti af kennslunni og nemendur taka þátt í endurgjöfinni.

Nemendur fá tækifæri til að meta eigið nám svo þeir skilji tilganginn með námi sínu og hvað þarf til að ná árangri. Grundvöllur árangursríks leiðsagnarmats er vönduð kennsluáætlun þar sem námsmatsaðferðir eru skilgreindar og markmið á þekkingar, leikni og hæfnisviði eru skilgreind með skýrum hætti.

Vægi prófa skal að jafnaði ekki vera meira en 40% af lokaeinkunn og hvert verkefni um sig ekki meira en 10% af lokaeinkunn.  Vægi einstakra hlutaprófa ætti ekki að vera meira en 20%