Uppgjörsskýrslur

Í lok hverrar annar taka kennarar saman skriflega skýrslu um hvern áfanga sem þeir kenna og einnig önnur verkefni sem þeir sinna.  Uppgjörsskýrslur eru unnar samkvæmt skriflegu skipulagi sem samþykkt er á kennarafundi.  Helstu efnisatriði uppgjörsskýrslna vegna kennslu eru þessi: Mat á því hvernig gekk að ná markmiðum áfangans, umfjöllun um kennsluhætti, meðaltöl einkunna, greining á brottfalli, mætingar, mat á 100 tíma reglunni, mat á hópvinnu, miðannarviðtöl, umfjöllun um mat nemenda á áfanganum þær annir sem slíkt mat fer fram og svo heildarmat á áfanganum og tillögur um breytingar.  Öllum skýrslum ásamt fylgiritum er skilað á pappírsformi til skólameistara.  Faghópar kennara ræða skýrslur hvers fags í lok annar á sérstökum fundum.  Skýrslan ásamt kennsluáætlun, samanteknu nemendamatsblaði og lokaprófi er sett í möppu sem er aðgengileg á vinnusvæði kennara.