Inntökuskilyrði og fjöldatakmarkanir

Inntökuskilyrði

  • Til að komast inn á starfsnámsbrautir þarf nemandi að hafa lokið grunnskóla og að hafa lokið undanförum sem skilyrði eru sett um í einstaka áföngum.
  • Til að komast á framhaldsskólabraut þarf nemandi að hafa lokið grunnskóla og hafa farið í viðtal til námsráðgjafa þar sem námið er skipulagt.
  • Til að komast inn á stúdentsprófsbrautir þarfa nemandi að hafa lokið grunnskóla og fengið að lágmarki einkunnina B í tveimur af eftirtöldum greinum: Dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði.
  • Til að fá sérkennslu þarf nemandi að hafa lokið grunnskóla, hafa sótt um það sérstaklega og lagt fram viðeigandi gögn.
  • Til að komast inn í einstaka áfanga þurfa nemendur að hafa uppfyllt skilyrði um undanfara.

Fjöldatakmarkanir

Ef af einhverjum ástæðum þarf að takmarka fjölda við skólann þá eru nemendur teknir inn á næstu önn í þessari röð:

  • Nemendur sem þegar eru skráðir
  • Sérkennslunemendur af svæði skólans
  • Nemendur yngri en 18 ára af svæði skólans
  • Nemendur af svæði skólans
  • Nemendur í fullu námi, 20 eða fleiri einingum