1. Reglur þessar gilda um lokamat í FAS.
2. Þemadagar og aðrir tilfallandi áfangar falla ekki undir þessar reglur en fjallað er um lokamat í kennsluáætlun í þeim áföngum.
3. Að jafnaði fer fram samtal um lokamat milli kennara og nemanda.
4. Skipulag lokamats kemur fram í kennsluáætlun.
5. Ná þarf að lágmarki 45 stigum af 100 í lokamati.
6. Ef lokamatseinunn er undir 45 stigum þá gildir sú einkunn sem lokaeinkunn.
7. Samsetning lokamatseinkunnar er tilgreind í kennsluáætlun.
8. Lokamatseinkunn skal birt á Námsvefnum.
9. Lokaeinkunn skal birt í Innu ekki seinna en í lok lokamatsviku.
10. Nemandi hefur sjö daga til að gera athugasemd við einkunn í lokamati.
11. Sætti nemandi sig ekki við niðurstöður kennara hvað varðar lokaeinkunn hefur hann sjö daga frá birtingu í Innu til að koma skriflegum athugasemdum um það til skólameistara.
12. Síðustu dagar hverrar annar, samkvæmt skóladagatali, eru lokamatsdagar.
13. Lokamatsviðtöl fara fram samkvæmt gildandi stundatöflu verði því við komið. .
14. Kennari skipuleggur viðveru nemenda í lokamatsviku fyrir tilgreindan dag samkvæmt dagatali.
15. Ef fleiri en tvö viðtöl lenda á einhverjum lokamatsdegi þá ber nemenda að leita eftir því við kennara að fá annan viðtalsdag.
16. Nemandi kemur upplýsingum um tímasetningar lokamatsviðtala til umsjónarkennara sem bregst við ef þarf.
17. Nemanda ber að mæta til lokmats í öllum áföngum sem þessar reglur taka til. Líka þeir sem ekki skila námsmöppu.
18. Staðnemendur eiga að mæta í lokamat í skólanum samkvæmt skipulagi kennara en fjarnemendur eiga kost á fjarfundi.
19. Skili nemandi inn námsmöppu eða öðrum þáttum sem tilgreindir eru í kennsluáætlun til lokmats sem rökstuddur grunur er um að hann hafi ekki unnið sjálfur að verulegu eða öllu leyti þá jafngildir það því að skila ekki námsmöppu til lokamats.
20. Geti nemandi ekki mætt samkvæmt skipulagi kennara í lokamatsviku þarf að skila vottorði vegna veikinda eða semja um fjarveru sína við skólameistara.
21. Veikindi þarf að tilkynna áður en lokamatsviðtal fer fram á skrifstofu skólans.
22. Nemandi sem mætir ekki til lokamats fær 0 í áfanganum.
23. Varðveita skal matsgögn í eitt ár samanber reglur um lokapróflausa áfanga.
Samþykkt á kennarafundi 29.4. 2022