Uppbygging kerfisins miðast við fjögur megin atriði. Í fyrsta lagi að tíu þættir ráðuneytis varðandi úttekt á sjálfsmatskerfum séu dekkaðir. Í öðru lagi að markmið varðandi grunnþætti skólastarfs séu mæld. Í þriðja lagi að meta markmið skólans eins og þau koma fram í skólasamningi. Í fjórða lagi að meta áherslur í skólastarfi eins og þær koma fram í stefnu skólans í einsaka málaflokkum og skipulagi náms eins og það birtist í skólanámaskrá.
Meginþættir sjálfsmatskerfisins eru: Kennarafundir, miðannarviðtöl, umsjónarviðtöl uppgjörsskýrslur, kennitölur anna, viðhorfskannanir, nemendafundir, umbótamiðað sjálfsmat, uppgjörsfundur, skólanefndarfundir og sjálfsmatsskýrsla.
Kennarafundir Starfsmannaviðtöl
Miðannarviðtöl Kennitölur anna
Umsjónarviðtöl Viðhorfskannanir
Uppgjörsfundur Nemendafundir og rýnihópar