Nám er vinna
Skólinn hvetur til þess að nemendur séu virkir þátttakendur í eigin námi og þjálfist í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og skapandi hugsun.
Skólastarfið í FAS byggir á þeirri sýn að nám sé vinna en um leið félagslegt ferli. Lögð er áhersla á að nemendur skipuleggi tíma sinn þannig að þeir séu í samfelldri vinnu allan daginn. Miðað er við að baki hverjum fimm eininga áfanga sé 105 klukkustunda vinna; ýmist í kennslustundum eða sjálfstæðu námi. Heildarvinna nemenda á bak við hverja einingu er því sú sama óháð fjölda kennslustunda á viku.