Brautaráætlun og námsframvinda

 • Nemendur eru skráðir á braut við upphaf náms en þó geta nemendur sem ætla að ljúka námi frá örðum skóla en FAS verið skráðir í ótilgreint nám.
 • Nemendur á öllum brautum mæta í viðtal fyrir upphaf náms til að ákveða áherslur í námi.
 • Á fyrstu önn er gerð heildaráætlun um nám á brautinni. Áfangastjóri gerir grunninn en umsjóarkennari gengur frá henni í samráði við nemanda og sér til þess að það sé fært  í Innu.
 • Sérstök áhersla er á að ganga frá vali á sérhæfingu og línum á stúdentsbrautum og verklegu vali á framhaldsskólabraut við upphaf náms.
 • Almennt er miðað við að nemendur hafi möguleika á að endurtaka áfanga sem þeir falla í.
 • Umsjónarkennari getur skráð nemanda í endurtekt eftir fall eða úrsögn en ef óskað er eftir að skrá nemanda í þriðja sinn í tilgreindan áfanga þá þarf að gera það í samráði við áfangastjóra.
 • Nemandi sem nær ekki að ljúka námi í helmingi þeirra eininga sem hann áformar við upphaf annar þarf að sækja sérstaklega um það til skólameistara að skrá sig í fleiri einingar en hann lauk á önninni.
 • Nemandi hefur tvær annir umfram tilskilinn námstíma til að ljúka námi á brautinni.  Eftir það þarf hann að sækja um það sérstaklega til skólameistara að fá að ljúka námi á brautinni
 • Mat á fyrra námi er í höndum áfangastjóra í samráði við skólameistara.
 • Ósk um fjarnám við aðra skóla fer frá umsjónarkennara til áfangastjóra.
 • Nemandi getur í samráði við umsjónarkennara skipt um braut og er þá áætlun breytt í samræmi við það..
 • Nemendur þurfa að sækja um útskrift af brautum önn fyrir útskrift.
 • Falli nemandi á útskriftarönn hefur hann möguleika á að semja um endurvinnslu á námsmöppu eða endurtektarpróf í tveimur áföngum.

 

Apríl 2017

Breytt í nóvember 2017