Fjarnám

Fjarnám er í boði við skólann í velflestum áföngum. Hægt er að ljúka stúdentsnámi við skólann fjarnámi og boðið er upp á starfsnám í fjarnámi og lotubundnu staðnámi í gegnum Fjarmenntaskólann. Fjarnemendur sem ætla sér að útskrifast frá FAS fá við upphaf náms umsjónarkennara en nemendur sem taka einstaka áfanga eða stunda aðallega nám við annan framhaldsskóla eru fyrst og fremst í tengslum við kennara í viðkomandi áföngum. Umsjónarkennari fjarnemenda skipuleggur og heldur utan um heildarnám nemandans við skólann.

Í áföngum sem boðið er upp á í fjarnámi er eftirfarandi alltaf til staðar:

  • Áfanginn settur upp á Kennsluvef
  • Kennsluáætlanir er tilbúnar í maí fyrir haustönn og desemer fyrir vorönn
  • Kennslumyndbönd um lykilatriði námsefnisins
  • Sérstakir myndfundir með fjarnemendum
  • Vettvangur fyrir fjarnemendur til að hafa samskipti sín á milli og við kennarann
  • Möguleikar á að semja um aðra skiladaga á verkefnum og skipulag annarrar vinnu
  • Hægt er að ljúka áfanganum án lokaprófs