Sjálfsmat

Sjálfsmat skólans byggir á lögum um framhaldsskóla, leiðbeiningum um sjálfsmat frá menntamálaráðuneyti, skólasamningi, aðalnámskrá, grunnþáttum menntunnar, stefnu skólans og leiðbeiningum um sjálfsmat skóla frá Sigurlínu Davíðsdóttur.

Í lögum um framhaldsskóla er fjallað um innra mat.  Þar er tilgreint að skólar skuli meta kerfisbundið árangur og gæði.  Markmið matsins eru í fyrsta lagi að veita upplýsingar.  Í öðru lagi að tryggja að starfsemi sé í samræmi við lög, reglur og námskrá.  Í þriðja lagi að auka gæð náms og skólastarfs og stuðla að umbótum og í fjórða lagi að tryggja rétt nemenda og þjónustu við þá.  Skólum ber einnig samkvæmt lögunum að birta opinberlega innra mat sitt.

Menntamálaráðuneytið gaf árið 1997 út almennar leiðbeiningar fyrir sjálfsmat í leikskólum, grunnskólanum og framhaldsskólum.  Þar eru sett fram tíu viðmið fyrir úttektir á  sjálfsmatsaðferðum skóla.  Þar er tilgreint að matið þurfi að vera: Formlegt, altækt, áreiðanlegt, samstarfsmiðað, umbótamiðað, árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert.  Horft er til þessara atriða við skipulag sjálfsmatskerfis skólans.

Í skólasamningi er fjallað um innra mat og tilgreint að skólinn geri ráðuneyti grein fyrir verk- og framkvæmdaáætlun innra mats til næstu þriggja ára.  Í skólasamningi eru einnig sett fram markmið skólastarfs.  Í verk- og framkvæmdaáætlun er tilgreint hvernig og hvenær markmið í skólasamningi eru metin.  Í sjálfsmatsskýrslu er svo fjallað sérstaklega um mat á markmiðum í skólasamningi.

Í aðalnámskrá er fjallað um mat á skólastarfi og tilgreint að tilgangurinn sé að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum.  Markmiðin eru þríþætt.  Í fyrsta lagi að fylgjast með að skólastarfið sé í samræmi við lög og reglur.  Í öðru lagi að auka gæði, stuðla að umbótum og tryggja réttindi nemenda.  Í þriðja lagi að veita upplýsingar.  Í aðalnámskrá er einnig fjallað um sex grunnþætti skólastarfs en þeir eru: Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.  Í sjálfsmatskerfi skólans er lagt mat á hvernig tekst að ná markmiðum grunnþátta skólastarfs.

Í stefnu skólans koma fram áherslur í skólastarfi í einstaka málaflokkum og í skipulagi náms eins og það birtist í skólanámskrá.  Í sjálfsmatskerfi skólans er hvorutveggja metið.

 

Sjálfsmatsskýrslur