Skólanámskrá
Skólanámskrá Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu skiptist í tvo hluta; almennan hluta og brautar- og áfangalýsingar. Í almenna hlutanum er greint frá almennri sýn skólans, stefnum og áætlunum, skipulagi og stjórnun, uppbyggingu náms, námsmati, sjálfsmati, skólareglum og verklagsreglum. Í síðari hlutanum er námsbrautum skólans lýst, skipulagi þeirra, sameiginlegum kjarnagreinum og sérhæfingu. Að lokum eru lýsingar á öllum áföngum í námsframboði skólans.