Faggreinafundir kennara

Kennarar í greinaflokkum halda reglulega fundi um sameiginleg mál sem varða nám og kennslu í greinum.  Í lok hverrar annar halda kennarar faggreinafundi þar sem uppgjörsskýrslur eru til umfjöllunar.  Skólameistari skipuleggur og boðar faggreinafundi.  Fundargerðir faggreinafunda eru teknar fyrir á kennarafundum.  Möppu með fundargerðum kennarafunda og faggreinafunda má finna á vinnusvæði kennara.