Jafnréttisstefna

Hlutverk jafnréttisstefnu

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu starfar eftir lögum um framhaldsskóla frá 2008 og á að þjálfa færni nemenda í jafnrétti sbr. 2. gr. laga nr. 92/2008.

Stefna

Skólinn starfar eftir þeirri grundvallarreglu að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, litarháttar, búsetu, ætternis, stöðu, fötlunar, geðraskana eða námserfiðleika. Í skólanum njóti því nemendur og starfsfólk jafns réttar sbr. 2. gr. laga nr. 92/2008.

Markmið

Er að tryggja jafna stöðu kvenna og karla meðal nemenda jafnt sem starfsfólks. Þess skal gætt  að starfsmenn njóti sambærilegra kjara óháð kyni sbr. 14. gr. laga nr. 96/2000.

Er að tryggja jafnrétti nemenda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, litarháttar, búsetu, ætternis, stöðu, fötlunar, geðraskana, eða námserfiðleika.

Er að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og tryggja öllum þeim nám við hæfi, sbr. 34. gr. laga nr. 92/2008.

Framkvæmd jafnréttisstefnu

Jafnréttisnefnd

Skólaráð gegnir hlutverki jafnréttisnefndar.  Hlutverk jafnréttisnefndar er að framfylgja jafnréttisáætlun skólans og vinna að endurskoðun hennar í samráði við skólameistara. Jafnréttisnefnd fjallar einnig um mál sem upp kunna að koma varðandi brot á jafnréttisstefnu skólans. Telji starfsmaður eða nemandi  að jafnréttisreglur séu brotnar eða að farið sé á svig við jafnréttisáætlun skólans skal hann leita til jafnréttisnefndar. Úrlausn hvers máls skal unnin í samráði við skólameistara eða aðra aðila eftir alvarleika brotsins.

Jafnrétti kynjanna

Samþætta skal umræðu um jafnrétti kynjanna þeim námsgreinum sem við á og annarri starfsemi skólans svo að jafnréttismál verði eðlilegur þáttur skólastarfsins.

Spurningar um jafnréttismál séu ávallt uppi á borðinu við allar ákvarðanatökur í skólanum til að fyrirbyggja misrétti af einhverju tagi. Þetta á m.a. við um ráðningar starfsfólks, auglýsingar og annað birt efni á vegum skólans, starfsþróun og endurmenntun og starfsskilyrði. Í stofnanasamningi kjarasamninga skal þess gætt að kynferði ráði ekki röðun starfsfólks til launa.

Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin og tekið er tafarlaust á slíkum málum ef upp koma. „Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt“ (17. gr. laga nr. 96/2000).

Nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda

Skólinn tekur tillit til sérstakra aðstæðna og stöðu nemenda sbr. gr. 3.3. og kemur til móts við þá til að þeir geti stundað nám sitt til jafns við aðra nemendur. Námsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Námsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara. Námsráðgjafi fer með vitneskju sem hann öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál, sbr. 9. gr. reglug. nr. 1100/2007.

Nemendur með annað móðurmál en íslensku

Móttökuáætlun skólans fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku tekur á hvernig skuli tekið á móti nemendum með litla eða enga íslenskukunnáttu sbr. reglugerð nr. 654/2009. Markmiðið er að nemendurnir verði færir um að skilja og nota íslenskt mál, geti tekið þátt í félagslífi skólans og íslensku samfélagi almennt.