Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð rík áhersla á tengsl við samfélagið og samvinnu við heimilin, stofnanir í Nýheimum og aðra framhaldsskóla, bæði á Íslandi og erlendis. Löng hefð er fyrir samstarfi við erlenda skóla og er það hluti af formlegu námi í skólanum. Stofnanir Nýheima koma að ýmsum verkefnum innan skólans, s.s. á Vísindadögum en einnig með óformlegum hætti í ýmsum námsgreinum. Þar er m.a. um að ræða Háskólasetur, Hornafjarðarsöfn, Náttúrustofu Suðausturlands, Fræðslunet Suðurlands, Skólaskrifstofu Hornafjarðar, Vatnajökulsþjóðgarð og Ríki Vatnajökuls. Samstarf við heimilin eru í gegnum Foreldrafélag FAS en ekki síður með samtali milli umsjónarkennara og foreldra.
- Skólanámskrá
- Almennur hluti
- Brautaráætlun og námsframvinda
- Félagslíf
- Fjarnám
- Inntökuskilyrði og fjöldatakmarkanir
- Móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna
- Nám er vinna
- Námið
- Námsmat
- Nemendaþjónusta & stoðþjónusta
- Reglur um brottvikningu úr námi
- Sjálfsmat
- Skipulag náms
- Skipulag og stjórnun
- Stefna og áætlanir í einstaka málaflokkum
- Vinnuaðstaða og tæki