Starfslið skólans starfar samkvæmt lögum, reglugerðum, erindisbréfum, kjarasamningum og gildandi fyrirmælum á hverjum tíma svo og ákvörðun skólameistara um skiptingu starfa milli starfsmanna. Innan skólans hafa verið gerðir sérstakir samningar um fjarkennslu og svonefndar alúðargreiðslur samanber gildandi kjarasamning fjármálaráðuneytis og Kennarasambandsins.
Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á eftirtalin atriði í starfsmannamálum:
- Að allir starfsmenn hafi góða vinnuaðstöðu innan skólans svo sem skrifborð, fartölvu og síma og geti aðstöðunnar vegna sinnt allri sinni vinnu innan skólans.
- Að stuðla að öflugu félagslífi meðal starfsmanna skólans.
- Að stuðla að tengslum starfsmanna í Nýheimum í gegnum félagslíf, endurmenntun og samvinnuverkefni.
- Að auðvelda starfsmönnum að samhæfa fjölskyldulíf og vinnu.
- Að hvetja starfsmenn til símenntunar.
- Að aðstoða réttindalausa kennara við að afla sér réttinda.
- Að stuðla að starfsánægju.