Heilsu- og forvarnastefna FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu leggur áherslu á að nemendur tileinki sér jákvætt viðhorf til heilbrigðs lífernis og öðlist sterka sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Lögð er áhersla á að styrkja félagslíf sem eflir félagsþroska nemenda og minnkar líkur á neyslu vímuefna. FAS tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem tengist framvegis stefnu skólans í forvarnamálum.

Skólinn leitast við að vinna að viðhorfsbreytingu meðal nemenda og hvetja þá til vímulauss lífernis. Lögð er áhersla á að styðja og efla frumkvæði nemenda sjálfra í baráttu gegn neyslu vímuefna. Skólinn styður áhugasama nemendur við að vinna á jafningjagrunni að fíknivörnum og öðrum þeim þáttum sem efla heilbrigðan lífsstíl. Kennurum er heimilt í samráði við skólameistara að meta vinnu að forvörnum til eininga og sé hún lögð að jöfnu við störf að félagsmálum.

Lögð er áhersla á að nemendur fái fræðslu um skaðsemi tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna alla sína skólagöngu í FAS. Annars vegar verður fræðslan tengd grunnáföngum í félags-, heilsu- og sálfræði og einnig íþróttum til þess að tryggja að hún nái til allra nemenda. Unnið verður með forvarnastefnu FAS í gegnum sex grunnþætti skólastarfs; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Einnig mun starfsfólk FAS í samstarfi við aðgerðarhóp forvarnamála Hornafjarðar leita allra leiða við að bæta við fræðslu gegn vímuefnum með utanaðkomandi fræðsluaðilum. Öllum starfsmönnum ber að vinna að framkvæmd forvarnastefnu skólans og fylgja eftir aðalnámskrá framhaldsskólanna.

Skólinn leggur áherslu á að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á heilbrigðan lífsstíl nemenda. Heilsu-og forvarnastefna FAS beinir athyglinni að eftirfarandi vísbendingum um þörf á inngripi eða aðstoð við einstaklinginn; versnandi árangur í námi, miklar fjarvistir og ölvun og/eða neysla annarra fíkniefna á skemmtunum á vegum skólans eða nemendafélagsins. Skólinn setur sér viðmið um hvenær tímabært þykir að grípa inn í mál og vísa nemendum til starfshóps sem skipaður er skólameistara, náms- og starfsráðgjafa, forvarnafulltrúa og umsjónarkennara.

Nemendafélag FAS skal leita leiða, í samvinnu við skólayfirvöld, til að breyta yfirbragði dansleikja á þess vegum með það að markmiði að koma í veg fyrir áfengisneyslu nemenda.

Heilsu- og forvarnateymi skólans

Árlega er skipað í heilsu- og forvarnateymi sem hittist einu sinni á önn. Teymið mótar stefnuna og sér um að henni sé fylgt eftir.

Teymið skipa: Forvarnafulltrúi, íþróttakennari, félagslífsfulltrúi , fulltrúi foreldra (tilnefndur af foreldraráði) og sex nemendur sem eru valdir þannig að 2 koma úr hópi 3. og 4. árs nema, 2 koma úr hópi 1.-2.  árs nema og 2 úr hópi nýnema við upphaf nýs skólaárs.

Forvarnafulltrúi

Forvarnafulltrúi hefur samkvæmt starfslýsingu yfirumsjón með heilsu- og forvarnastefnu skólans, framkvæmd hennar og útfærslu. Forvarnafulltrúi sér um að kynna stefnuna fyrir starfsfólki og nemendum.

 

Almenn markmið:

Markmið Ábyrgð Aðgerð Eftirfylgni/tími
Fræðsla fyrir nemendur, starfsmenn
og aðstandendur
Forvarnarfulltrúi Allir starfsmenn hljóti almenna
fræðslu á sviði forvarnar og heilsueflandi lífshátta, fræðslu til
að þekkja einkenni sem nemendur í vanda bera oft með sér og
þekki úrræði

 

Stöðumat árlega
Heilbrigður lífsstíll og forvarnir
fléttast með einum eða öðrum hætti í allar námsgreinar skólans
Forvarnarfulltrúi,

Skólameistari og

Kennarar

Safna skýrslum um samþættingu
forvarnarefnis og annars námsefnis og dreifa sýnihornum af því
efni til kennara.

Haldnir eru vinnufundir þar sem
kennarar vinna úr hugmyndum og flétta heilbrigðan lífsstíl og forvarnir
inn í kennsluáætlanir.

 

Stöðumat árlega
Sjá nemendum fyrir viðfangsefnum
sem styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu
Námsráðgjafi Ráðgjöf um námsval miði að
heilbrigðu sjálfsmati. Nemandi taki það nám sem hann hefur
forsendur til að ráða við, er gagnlegt og henti áhugasviði
nemanda.

Leitað verði leiða til
að þjálfa tilfinningarlega, hegðunar og vitsmunarlega færni
nemenda og einbeitt sér sérstaklega að nemendum í áhættuhóp hvað
varðar brottfall.

Fræðsla um aðra valkosti sem
veita heilbrigða upplifun s.s íþróttir, ferðamennska og almenn
lífsgleði.

Stöðumat árlega
Koma í veg fyrir eða seinka
vímuefnaneyslu eins og reykingum, munntóbaksnotkun, áfengisdrykkju og neyslu
annarra fíkniefna

 

Forvarnarfulltrúi, skólameistari og
skólahjúkrunarfræðingur
Fræðsla um skaðsemi vímuefna
og leiðir til að leita sér aðstoðar.

 

Skýrar reglur um umgengni um
ávana- og fíkniefni og viðurlög við brotum.

Leiðir til að hætta hvers kyns
neyslu

Stöðumat árlega
Standa fyrir viðburðum á vegum
skólans og í félagslífi nemenda sem einkennast af heilbrigðum lífsháttum
og efla lífsgleði

 

Forvarnar – og

Félagslífsfulltrúi

Félags- og skemmtanalíf nemenda
verði eflt með ýmsum samkomum sem eru skipulagðar af
nefndum og ráðum í samvinnu við forvarnar – og
félagslífsfulltrúa.
 
Viðbragðsáætlun til að
aðstoða nemendur sem eru í áhættuhóp
Forvarnarfulltrúi Skilgreina tilvísunaraðila innan
og utan skólans þegar íhlutunar er þörf og stofna til tengsla
við þá.
Stöðumat árlega