- Það er almenn stefna skólans að reynt skuli að leysa öll mál milli þeirra sem málið varðar beint.
- Takist ekki að leysa mál á vettvangi eru nemendur, starfsmenn, forráðamenn og aðrir hvattir til að koma á framfæri óánægju sinni með hvað eina sem varðar málefni skólans.
- Sá sem kemur á framfæri óánægju skal taka það fram að um sé að ræða formlega kvörtun ef óskað er eftir að málið fái formlega afgreiðslu.
- Formleg kvörtun er sett fram skriflega.
- Viðtakandi kvörtunar skal gera þeim sem kemur óánægju sinni á framfæri grein fyrir meðferð málsins.
- Sá sem tekur á móti kvörtun skal rannsaka málið og vinna að lausn þess. Hann skal skrá hjá sér málsatvik og lausn málsins.
- Ef kennara tekst ekki að leysa mál skal vísa því til námsráðgjafa eða skólameistara eftir atvikum.
- Málum sem varða nám almennt skal vísa til umsjónarkennara. Ef umsjónarkennara tekst ekki að leysa mál þá skal vísa því til námsráðgjafa eða skólameistara eftir atvikum.
- Máli sem varðar starfsmenn skal vísa til skólameistara. Takist skólameistara ekki að leysa mál sem vísað er til hans má vísa máli til mennta- og menningarmálaráðuneytis.
- Skólaráð fer yfir og samþykkir þessar reglur.
Samþykkt á kennarafundi 27. nóvember 2015