10. grein laga um framhaldsskóla er um kennarafundi. Kennarafundir fjalla um stefnumörkun í starfi skólans og mál sem varða daglega stjórnun, m.a. námsskipan, kennsluhætti, gerð skólanámskrár, skipulag starfstíma skólans, tilhögun prófa og námsmat. Skólanefnd, skólameistari og skólaráð geta leitað til kennarafundar um önnur mál. Kennarafundur kýs fulltrúa í skólaráð og áheyrnarfulltrúa í skólanefnd til árs í senn. Skólameistari boðar, undirbýr og stýrir kennarafundum. Kennarafundir eru settir inn í skóladagatal og eru að jafnaði haldnir hálfsmánaðarlega. Við lok hvorrar annar er haldinn uppgjörsfundur annarinnar og framhald skólastarfsins rætt. Skólameistari skipuleggur og stýrir kennarafundum. Fundargerðir eru færðar í tölvu, prentaðar út ásamt fylgiskjölum og settar í möppu á vinnusvæði kennara.
- Skólanámskrá
- Almennur hluti
- Brautaráætlun og námsframvinda
- Félagslíf
- Fjarnám
- Inntökuskilyrði og fjöldatakmarkanir
- Móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna
- Nám er vinna
- Námið
- Námsmat
- Nemendaþjónusta & stoðþjónusta
- Reglur um brottvikningu úr námi
- Sjálfsmat
- Skipulag náms
- Skipulag og stjórnun
- Stefna og áætlanir í einstaka málaflokkum
- Vinnuaðstaða og tæki