Námsráðgjafi

Námsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann.  Námsráðgjafi er trúnaðarmaður nemenda gagnvart kennurum, öðrum starfsmönnum og skólastjórnendum og tekur þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum.  Hann sér um og skipuleggur náms- og starfsfræðslu í skólanum.  Hann vinnur með skólameistara og forvarnarfulltrúa að vímuvörnum í samræmi við stefnu skólans í þeim efnum.  Hann hefur tiltækt það kynningarefni sem til er um skólann og miðlar til þeirra sem eftir því leita.  Námsráðgjafi er tengiliður skólans við félags– og heilbrigðiskerfi sveitarfélagsins.