Fjármálastjóri

Fjármálastjóri sér um bókhald skólans, svo og sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans.  Fjármálastjóri gerir rekstraráætlanir í samráði við skólameistara, sér um greiðslu reikninga og annast innheimtu.  Hann hefur umsjón með skjalavistun nemendabókhalds á pappírsformi, eignaskrá og annast almenn skrifstofustörf.