Kennari

Kennari annast og ber ábyrgð á kennslu í þeim áföngum sem samið er um við upphaf hverrar annar og undirbýr kennsluna af kostgæfni.  Hann skal bera hag nemenda fyrir brjósti og haga samskiptum sínum við þá með þeim hætti að þau samræmist góðum samskiptaháttum. Kennari stýrir vinnu nemenda í hverjum áfanga og sér til þess að vinna þeirra sé að jafnaði sem næst 105 klukkustundum fyrir hvern fimm eininga áfanga.  Kennari tekur þátt í og ber ábyrgð á faglegu samstarfi við aðra kennara skólans og við kennara í samstarfsskólum eftir því sem við á.
Hver kennari í fullu starfi hefur umsjón með hópi nemenda.  

Hann fylgist með mætingum og ástundun þeirra nemenda sem hann hefur umsjón með og kemur upplýsingum úr miðannarviðtölum til foreldra nemenda sem eru yngri en 18 ára.  Hann aðstoðar nemendur við gerð langtímaáætlunar og við val. Kennari beinir þeim umsjónarnemendum til námsráðgjafa sem hann telur að hafi af því hag.