Forvarnafulltrúi hefur yfirumsjón með forvarnastefnu skólans, framkvæmd hennar og útfærslu. Forvarnafulltrúi sér um að kynna stefnuna fyrir starfsfólki og nemendum. Forvarnafulltrúi þarf að sjá um að reglulega séu haldnir fræðslufundir eða námskeið er tengjast forvörnum á sem flestum sviðum mannlífsins. Nemendum sé gerð skýr grein fyrir skaðsemi vímuefna og séu hvattir til heilbrigðs lífernis og á þennan hátt komi forvarnir beint inn í félagslíf.
Forvarnafulltrúi er tengiliður nemenda við yfirvöld skólans í vímuefnamálum og hann hefur einnig tengsl við aðila í samfélaginu er málið varðar m.a með að miðla upplýsingum til nemendaráðs og foreldraráðs skólans
Forvarnafulltrúi hefur fastan viðtalstíma. Nemendur sem leita til hans njóta fulls trúnaðar.
Forvarnarfulltrúi á að fylgjast með umræðu um forvarnir og heilsueflandi lífsstíl og vera í sambandi við aðra aðila sem vinna að sama markmiði.
Forvarnarfulltrúi á að veita forvörnum og heilsuteymi forstöðu
- vinnur að stefnumörkun skólans í forvarnar- og heilsumálum
- gerir forvarnar- og heilsueflandi áætlun fyrir starfstímabil skólans og er ábyrgur fyrir framkvæmd hennar
- aðstoðar við samþættingu forvarna heilsueflandi lífsstíls við annað skólastarf þar á meðal kennslu, þar sem það á við
- leitar leiða til að bæta ástandið sé þess þörf
- hefur inngrip í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og metur hvert tilfelli fyrir sig
- gætir trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum
- sækir fundi forvarnarfulltrúa á landsvísu
- situr í forvarnarteymi bæjarins