Skólameistari

Skólameistari er ábyrgur gagnvart menntamálaráðherra fyrir rekstri og starfsemi skólans.  Skólameistari veitir skólanum forstöðu og stýrir starfi hans.  Hann ber ábyrgð á faglegu starfi skólans, öllum rekstri og fjárreiðum.  Skólameistari skipar störfum starfsliðs.  Skólameistari er framkvæmdarstjóri skólanefndar og situr fundi hennar.  Hann er einnig oddviti skólaráðs og situr lögum samkvæmt í samstarfsnefnd framhaldsskóla.