Nemandi

Nemandi ber ábyrgð á því námi sem hann stundar og skal haga samskiptum sínum við samnemendur, kennara og aðra starfsmenn með þeim hætti að þau samrýmist góðum samskiptaháttum.  Hann skal einnig haga umgengni sinni í húsnæði skólans í samræmi við góðar umgengnisvenjur og reglur skólans.

Nemandi skal haga vinnu sinni í samræmi við kennsluáætlun og fyrirmæli kennara og skal skipuleggja nám sitt í samráði við umsjónarkennara eða námsráðgjafa út frá því, t.d. að kappkosta að nýta tíma sinn innan hefðbundinna dagvinnumarka..  Hann skal leitast við að miða skipulag námsins við að ljúka vinnu sinni innan skólans á dagvinnutíma.

Nemandi skal mæta á umsjónarfundi og aðra fundi sem boðaðir eru á auglýsingatöflu skólans.  Honum er einnig skylt að mæta í þau viðtöl sem hann er boðaður í.

Nemandi fær við upphaf annar aðgang að tölvukerfi skólans án sérstakrar gjaldtöku en skal í einu og öllu hlíta þeim reglum sem settar eru um tölvunotkun.  Hver nemandi hefur ótakmarkaðan og ókeypis aðgang að bókasafni skólans en hann skal greiða sérstaklega fyrir ljósritun sem er í hans þágu og ekki eru gerðar kröfur um í námi.

Nemandi getur átt von á að verða vísað úr námi vanræki hann nám sitt og skyldur við skólann eða brjóti reglur.

Nemandi getur skotið ákvörðunum skólameistara til menntamálaráðuneytisins.