Geðfræðsla á vegum Hugrúnar
Mánudaginn 9. apríl mun Geðverndarfélagið Hugrún vera með fræðslu og umræður um geðheilbrigði við nemendur FAS. Þessi fræðsla er liður í heilsueflingu framhaldsskólans. Reiknað er með um 60 - 90 mínútum svo allir ættu að geta gefið sér tíma í þetta mikilvæga málefni...
Vel heppnuð árshátíð
Árshátíð Nemendafélags FAS var haldin í gær á Hafinu. Hátíðin tókst mjög vel og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega. Matarföng komu frá Kaffi Horninu og eftir borðhald og skemmtun spiluðu Birnir og Herra Hnetusmjör ásamt fleirum. Nemendaráð og viðburðaklúbbur FAS...
Árshátíð FAS á morgun
Loksins er komið að árshátíð FAS en hún verður haldin á morgun, fimmtudag 5. apríl á Hafinu hér á Höfn. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20. Í boði er gómsætt lambakjöt og súkkulaðikaka í eftirrétt. Eftir borðhald hefst skemmtidagskrá þar sem m.a....
Páskafrí á næsta leiti
Þegar kennslu lýkur í dag er komið páskafrí. Það má með sanni segja að það byrji vel því úti er rjómablíða og vor í lofti. Selirnir á Arfaskersnaggi sem sjást vel frá kennarastofu FAS leika á als oddi og hoppa og skoppa við skerið. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4....
Álftatalning í Lóni
Í dag fóru nemendur í umhverfis- og auðlindafræði í ferð upp í Lón. Aðaltilgangurinn var að telja álftir á Lónsfirði en einnig að skoða urðunarstað sveitarfélagsins. Með í för voru Björn Gísli frá Fuglaathugunarstöðinni og Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofunni. ...
Lokahnykkur frumkvöðlaverkefnis
Í síðustu viku dvöldu fjórir nemendur FAS í bænum Jelgava í Lettlandi við þátttöku í fjölþjóðlegu frumkvöðlaverkefni. Þetta var síðasta ferðin í verkefninu sem staðið hefur yfir síðan á haustönn 2016. Áður höfðu nemendur frá FAS farið til Lioni á Ítalíu og Trikala í...