Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the wp-pagenavi domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114

Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the breadcrumb-navxt domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Hlutverk og markmið | FAS

Hlutverk og markmið

1. Hlutverk og markmið

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu starfar eftir lögum um framhaldsskóla númer 80 frá árinu 1996 og lýtur yfirstjórn menntamálaráðherra. Skólinn var stofnaður árið 1987 af ríkinu og sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk skólans er fyrst og fremst að bjóða upp á nám á stúdentsbrautum og á almennri braut en auk þess er lögð áhersla á starfsnám í samræmi við eftirspurn hverju sinni, fullorðinsfræðslu og símenntun. Skólinn er einnig fjarnámsmiðstöð fyrir háskólanám á Suðausturlandi samanber samning við Fræðslunet Austurlands.

Grundvöllur skipulags skólans byggist á þeirri sýn að nám sé vinna en um leið félagslegt ferli og einnig þeirri sýn að skólinn sé þjónustustofnun. Lögð er áhersla á að skólinn þjóni þörfum nemenda á persónulegan hátt með sveigjanlegu námsframboði og hann mæti kröfum samfélagsins hverju sinni.

1.1. Skólasamningur
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og FAS hafa gert með sér samning í samræmi við 2. mgr. 44. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla . Samningurinn kveður á um helstu áherslur í starfsemi skólans og önnur mikilvæg atriði sem snerta þjónustu og rekstur hans. Auk þess er samningurinn umgjörð um samskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og ráðuneytis. Tilgangur samningsins er að stuðla að metnaðarfullri og markvissri framþróun í starfsemi skólans.

Skólasamningur 2010 – 2012.

1.2. Sjálfsmat
1.2.1. Inngangur
Í nýrri aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er skýrt kveðið á um að hver skóli skuli þróa leiðir til að meta allt það starf sem fer fram innan stofnunarinnar.

Til marga ára hafa nokkrar aðferðir verið notaðar í FAS til að reyna að leggja mat á skólastarfið. Allir áfangar sem eru kenndir eru í sífelldu mati, bæði af kennurum og nemendum. Í miðannarviðtölum þar sem hver nemandi kemur og ræðir einslega við kennara sinn gefst tækifæri til að ræða um áfangann. Við lok annar gefst nemanda kostur á að meta áfangann og um leið kennarann og störf hans í skriflegu mati.

Kennari metur áfangann í annarlok, m.a. með hliðsjón af mati nemanda og eins út frá frammistöðu nemenda. Um hvern áfanga er skrifuð skýrsla sem skilað er til skólameistara í lok annar.

1.2.2 Sjálfsmatskerfi
Sjálfsmatskerfi skólans er byggt á þessari hefð. Fjórar spurningar liggja til grundvallar við gerð sjálfsmatskerfisins. Í fyrsta lagi hverja skal meta. Í öðru lagi hvað skal meta. Í þriðja lagi hvernig skal það gert og loks hversu oft á að meta.

Þeir sem meta skólann og starfið eru: Kennarar, nemendur, stjórnendur, aðrir starfsmenn, foreldrar, gamlir nemendur, almenningur og skólanefnd. Hlutverk kennara og nemenda er þar stærst.

Lagt er mat á eftirfarandi: Nemendur, félagslíf nemenda, kennara, áfanga, stjórnun, stoðþjónustu, vinnuaðstöðu og skólann sem heild.

Hver þáttur er metinn með mismunandi aðferðum og misjafnlega oft.

1.2.3 Framkvæmda- og verkáætlun
Sjá PDF-skjal

1.3. Forvarnarstefna
Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á neðantalin atriði í forvarnarmálum:

  • Að öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í tengslum við starfsemi skólans og félagslíf nemenda.
  • Að vinna með sveitarfélaginu að vímuvörnum unglinga á Hornafirði.
  • Að uppfræða nemendur um skaðsemi vímuefna.
  • Að reykingar eru bannaðar í húsnæði skólans og á lóð hans.
  • Að stuðla að og standa fyrir skemmtunum og félagslífi án vímuefna.

1.4. Starfsmannastefna
Starfslið skólans starfar samkvæmt lögum, reglugerðum, erindisbréfum, kjarasamningum og gildandi fyrirmælum á hverjum tíma svo og ákvörðun skólameistara um skiptingu starfa milli starfsmanna. Innan skólans hafa verið gerðir sérstakir samningar um fjarkennslu og svo nefndar alúðargreiðslur samanber gildandi kjarasamning fjármálaráðuneytis og Kennarasambandsins.

Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á eftirtalin atriði í starfsmannamálum:

  • Að allir starfsmenn hafi góða vinnuaðstöðu innan skólans svo sem skrifborð, fartölvu og síma og geti aðstöðunnar vegna sinnt allri sinni vinnu innan skólans.
  • Að stuðla að öflugu félagslífi meðal starfsmanna skólans.
  • Að stuðla að tengslum starfsmanna í Nýheimum í gegnum félagslíf, endurmenntun og samvinnuverkefni.
  • Að auðvelda starfsmönnum að samhæfa fjölskyldulíf og vinnu.
  • Að hvetja starfsmenn til símenntunar.
  • Að aðstoða réttindalausa kennara við að afla sér réttinda.
  • Að stuðla að starfsánægju.

1.5. Umhverfisstefna
Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu er lögð áhersla á neðantalin atriði í umhverfismálum:

  • Að starfsmenn og nemendur séu upplýstir um áhrif ákvarðana og aðgerða þeirra á umhverfið.
  • Að nota sem minnst af skaðlegum efnum og sem mest af endurnýtanlegum hlutum og efnum.
  • Að fylgja lögum og reglugerðum varðandi umhverfismál sem eiga við starfsemi stofnunarinnar.
  • Að allir nemendur njóti umhverfismenntunar.
  • Að rekstur stofnunarinnar sé til fyrirmyndar í umhverfismálum m.a. með því að koma í veg fyrir myndun hvers kyns úrgangs strax við uppspretturnar.
  • Að við innkaup verði tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða.
  • Að úrgangur sem myndast sé endurunninn eða endurnýttur eftir því sem við verður komið.

1.6. Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu
1.6.1. Hlutverk

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu starfar eftir lögum um framhaldsskóla frá 2008 og á að þjálfa færni nemenda í jafnrétti sbr. 2. gr. laga nr. 92/2008.
1.6.2. Stefna

Skólinn starfar eftir þeirri grundvallar reglu að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, litarháttar, búsetu, ætternis, stöðu, fötlunar, geðraskana, eða námserfiðleika. Í skólanum njóti því nemendur og starfsfólk jafns réttar sbr. 2. gr. laga nr. 92/2008.
1.6.3. Markmið

  • 1.6.3.1. Að tryggja jafna stöðu kvenna og karla meðal nemenda jafnt sem starfsfólks. Þess skal gætt að starfsmenn njóti sambærilegra kjara óháð kyni sbr. 19. gr. laga nr. 10/2008.
  • 1.6.3.2. Að tryggja jafnrétti nemenda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, litarháttar, búsetu, ætternis, stöðu, fötlunar, geðraskana, eða námserfiðleika.
  • 1.6.3.3. Að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og tryggja öllum þeim nám við hæfi, sbr. 34. gr. laga nr. 92/2008.

1.6.4. Framkvæmd jafnréttisstefnu

  • 1.6.4.1. Jafnréttisnefnd.
    Skólaráð gegnir hlutverki jafnréttisnefndar. Hlutverk jafnréttisnefndar er að framfylgja jafnréttisáætlun skólans og vinna að endurskoðun hennar í samráði við skólameistara. Jafnréttisnefnd fjallar einnig um mál sem upp kunna að koma varðandi brot á jafnréttisáætlun skólans. Telji starfsmaður eða nemandi að jafnréttisreglur séu brotnar eða að farið sé á svig við jafnréttisáætlun skólans skal hann leita tiljafnréttisnefndar. Úrlausn hvers máls skal unnin í samráði við skólameistara eða aðra aðila eftir alvarleika brotsins.
  • 1.6.4.2. Jafnrétti kynjanna.
    Samþætta skal umræðu um jafnrétti kynjanna þeim námsgreinum sem við á og annarri starfsemi skólans svo að jafnréttismál verði eðlilegur þáttur skólastarfsins.
    Spurningar um jafnréttismál séu ávallt uppi á borðinu við allar ákvarðanatökur í skólanum til að fyrirbyggja misrétti af einhverju tagi. Þetta á m.a. við um ráðningar starfsfólks, auglýsingar og annað birt efni á vegum skólans, starfsþróun og endurmenntun og starfsskilyrði. Í stofnanasamningi kjarasamninga skal þess gætt að kynferði ráði ekki röðun starfsfólks til launa.
    Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin og tekið er tafarlaust á slíkum málum ef upp koma. „Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt“ (17. gr. laga nr. 96/2000).
  • 1.6.4.3. Staða nemenda.
    Skólinn leitast við að tryggja jafnrétti nemenda án tillits til stöðu þeirra s.b. gr. 1.6.3.2.
  • 1.6.4.4. Nemendur sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda.
    Skólinn tekur tillit til sérstakra aðstæðna og stöðu nemenda sbr. gr. 1.6.3.3. og kemur til móts við þá til að þeir geti stundað nám sitt til jafns við aðra nemendur. Námsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Námsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara. Námsráðgjafi fer með vitneskju sem hann öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál, sbr. 9. gr. reglug. nr. 1100/2007.
  • 1.6.4.5. Nemendur með annað móðurmál en íslensku. Móttökuáætlun skólans fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku tekur á hvernig skuli tekið á móti nemendum með litla eða enga íslenskukunnáttu sbr. reglugerð nr. 654/2009. Markmiðið er að nemendurnir verði færir um að skilja og nota íslenskt mál, geti tekið þátt í félagslífi skólans og íslensku samfélagi almennt.