Lokahnykkur frumkvöðlaverkefnis

15.mar.2018

Hér skal bakað brauð.

Í síðustu viku dvöldu fjórir nemendur FAS í bænum Jelgava í Lettlandi við þátttöku í fjölþjóðlegu frumkvöðlaverkefni. Þetta var síðasta ferðin í verkefninu sem staðið hefur yfir síðan á haustönn 2016.  Áður höfðu nemendur frá FAS farið til Lioni á Ítalíu og Trikala í Grikklandi og s.l. haust kom stór hópur nemenda og kennara í heimsókn til Hafnar.
Í verkefninu stofna nemendur saman fyrirtæki, hanna vöru eða þjónustu, markaðssetja og selja á markaði sem haldinn var í Lettlandi s.l. laugardag.  Það er löng hefð fyrir nemendafyrirtækjum þar í landi og á markaðnum voru yfir 200 nemendafyrirtæki með sölubás.
Okkar fólk tók þátt í fjórum fyrirtækjum en alls voru sex fyrirtæki stofnuð innan verkefnisins.  Eitt fyrirtækið smíðaði símahátalara sem byggir á hljómburði en ekki rafeindatækni, annað setti upp vefsíðu sem sinnir atvinnumiðlun fyrir ungt fólk, eitt smíðaði skartgripaskrín sem hægt er að setja saman og taka sundur og einnig var fyrirtæki með þjóðlegt góðgæti til sölu. Í tveimur tilfellum voru vörurnar smíðaðar í FabLab smiðjunni í Vöruhúsinu.
Samstarfsskólarnir fimm eru þegar farnir að leggja drög að næsta verkefni. Að þessu sinni verður áhersla lögð á að skapa nýja list og menningu sem byggir á menningararfi þjóðanna, þ.e. Grikkja, Ítala, Letta, Eista og að sjálfsögðu Íslendinga.

[modula id=“9750″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...