Mánudaginn 9. apríl mun Geðverndarfélagið Hugrún vera með fræðslu og umræður um geðheilbrigði við nemendur FAS. Þessi fræðsla er liður í heilsueflingu framhaldsskólans. Reiknað er með um 60 – 90 mínútum svo allir ættu að geta gefið sér tíma í þetta mikilvæga málefni sem varðar okkur öll.
Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að hægt sé að leita sér hjálpar þegar geðrænir erfiðleikar steðja að. Það er því frábært að nemendum FAS gefist kostur á þessari fræðslu. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér málið.
Fræðslan í FAS verður á Nýtorgi og hefst klukkan 14:00.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...