Geðfræðsla á vegum Hugrúnar

09.apr.2018

Nýnemadagur 2017.

Mánudaginn 9. apríl mun Geðverndarfélagið Hugrún vera með fræðslu og umræður um geðheilbrigði við nemendur FAS.  Þessi fræðsla er liður í heilsueflingu framhaldsskólans.  Reiknað er með um 60 – 90 mínútum svo allir ættu að geta gefið sér tíma í þetta mikilvæga málefni sem varðar okkur öll.
Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að hægt sé að leita sér hjálpar þegar geðrænir erfiðleikar steðja að. Það er því frábært að nemendum FAS gefist kostur á þessari fræðslu. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér málið.
Fræðslan í FAS verður á Nýtorgi og hefst klukkan 14:00.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...