Geðfræðsla á vegum Hugrúnar

09.apr.2018

Nýnemadagur 2017.

Mánudaginn 9. apríl mun Geðverndarfélagið Hugrún vera með fræðslu og umræður um geðheilbrigði við nemendur FAS.  Þessi fræðsla er liður í heilsueflingu framhaldsskólans.  Reiknað er með um 60 – 90 mínútum svo allir ættu að geta gefið sér tíma í þetta mikilvæga málefni sem varðar okkur öll.
Hugrún var stofnað vorið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Síðan þá hafa fjölmargir aðilar komið að starfi félagsins úr ýmsum greinum háskólans og víðar. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund.
Undanfarið hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að hægt sé að leita sér hjálpar þegar geðrænir erfiðleikar steðja að. Það er því frábært að nemendum FAS gefist kostur á þessari fræðslu. Við hvetjum alla til að koma og kynna sér málið.
Fræðslan í FAS verður á Nýtorgi og hefst klukkan 14:00.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...