Álftatalning í Lóni

21.mar.2018

Hópurinn við stórgrýtið.

Í dag fóru nemendur í umhverfis- og auðlindafræði í ferð upp í Lón. Aðaltilgangurinn var að telja álftir á Lónsfirði en einnig að skoða urðunarstað sveitarfélagsins. Með í för voru Björn Gísli frá Fuglaathugunarstöðinni og Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofunni.  Veður var ljómandi gott og ákjósanlegt til útivistar.
Álftatalning hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2010 og er þetta eitt af vöktunarverkefnum hjá FAS þar sem upplýsingum er safnað sem svo er hægt að vinna nánar úr. Reynt er að fara á svipuðum tíma á hverju ári til að niðurstöður verði sambærilegar frá ári til árs. Auk þess að telja fuglana skoðum við náttúruna og umhverfið. Þar leynist ýmislegt ef að er gáð. Þá röltir hópurinn frá útsýnisstaðnum vestan við Hvalnes langleiðina að Vík. Á leiðinni er horft eftir því sem vekur athygli. Síðustu ár hefur allt rusl verið tínt á leiðinni en það er að stærstum hluta plast.
Á leiðinni til baka var stoppað á urðunarstað sveitarfélagsins. Þar tók Bryndís Bjarnarson umhverfisfulltrúi sveitarfélagsins á móti hópnum. Við fengum fræðslu um hvernig urðunarstaðir þurfa að vera úr garði gerðir til að vera samþykktir af heilbrigðisyfirvöldum en þar er að mörgu að hyggja. Mestu máli skiptir þó að íbúar séu meðvitaðir um mikilvægi þess að minnka rusl og það er best gert með góðri flokkun.
Að þessu sinni voru taldar rúmlega 1700 álftir. Um síðustu helgi voru taldar þar um 1200 fuglar. Það segir okkur að fuglarnir séu á leiðinni til okkar og jafnframt að vorið sé í nánd.
Eftir ferðina vinna nemendur samantekt um álftina og ferðina í Lón. Líkt og með önnur vöktunarverkefni hjá FAS munu niðurstöður og myndir úr ferðinni birtast á https://nattura.fas.is/

[modula id=“9751″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...