Vel heppnuð árshátíð

06.apr.2018

Þessi hlutu viðurkenningar ýmissa hluta vegna.

Árshátíð Nemendafélags FAS var haldin í gær á Hafinu. Hátíðin tókst mjög vel og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega.  Matarföng komu frá Kaffi Horninu og eftir borðhald og skemmtun spiluðu Birnir og Herra Hnetusmjör ásamt fleirum.
Nemendaráð og viðburðaklúbbur FAS sáu um allan undirbúning og óhætt er að hrósa því fólki fyrir sína vinnu því allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar. Einnig voru nokkrir foreldrar og kennarar í gæslu og lögðu þannig  hönd á plóginn við að efla félagslíf nemenda skólans.
Yfirbragð árshátíðar og ballsins var með þeim hætti að gleði og metnaður standa upp úr.  Okkur er að takast að þróa skemmtanamenningu ungmenna í samfélaginu í góða átt með góðri samvinnu nemenda, foreldra og skóla.

Takk öll og til hamingju.

[modula id=“9752″]

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...