Vel heppnuð árshátíð

06.apr.2018

Þessi hlutu viðurkenningar ýmissa hluta vegna.

Árshátíð Nemendafélags FAS var haldin í gær á Hafinu. Hátíðin tókst mjög vel og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega.  Matarföng komu frá Kaffi Horninu og eftir borðhald og skemmtun spiluðu Birnir og Herra Hnetusmjör ásamt fleirum.
Nemendaráð og viðburðaklúbbur FAS sáu um allan undirbúning og óhætt er að hrósa því fólki fyrir sína vinnu því allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar. Einnig voru nokkrir foreldrar og kennarar í gæslu og lögðu þannig  hönd á plóginn við að efla félagslíf nemenda skólans.
Yfirbragð árshátíðar og ballsins var með þeim hætti að gleði og metnaður standa upp úr.  Okkur er að takast að þróa skemmtanamenningu ungmenna í samfélaginu í góða átt með góðri samvinnu nemenda, foreldra og skóla.

Takk öll og til hamingju.

[modula id=“9752″]

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...