Árshátíð Nemendafélags FAS var haldin í gær á Hafinu. Hátíðin tókst mjög vel og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega. Matarföng komu frá Kaffi Horninu og eftir borðhald og skemmtun spiluðu Birnir og Herra Hnetusmjör ásamt fleirum.
Nemendaráð og viðburðaklúbbur FAS sáu um allan undirbúning og óhætt er að hrósa því fólki fyrir sína vinnu því allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar. Einnig voru nokkrir foreldrar og kennarar í gæslu og lögðu þannig hönd á plóginn við að efla félagslíf nemenda skólans.
Yfirbragð árshátíðar og ballsins var með þeim hætti að gleði og metnaður standa upp úr. Okkur er að takast að þróa skemmtanamenningu ungmenna í samfélaginu í góða átt með góðri samvinnu nemenda, foreldra og skóla.
Takk öll og til hamingju.
[modula id=“9752″]