Vel heppnuð árshátíð

06.apr.2018

Þessi hlutu viðurkenningar ýmissa hluta vegna.

Árshátíð Nemendafélags FAS var haldin í gær á Hafinu. Hátíðin tókst mjög vel og þeir sem mættu skemmtu sér konunglega.  Matarföng komu frá Kaffi Horninu og eftir borðhald og skemmtun spiluðu Birnir og Herra Hnetusmjör ásamt fleirum.
Nemendaráð og viðburðaklúbbur FAS sáu um allan undirbúning og óhætt er að hrósa því fólki fyrir sína vinnu því allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar. Einnig voru nokkrir foreldrar og kennarar í gæslu og lögðu þannig  hönd á plóginn við að efla félagslíf nemenda skólans.
Yfirbragð árshátíðar og ballsins var með þeim hætti að gleði og metnaður standa upp úr.  Okkur er að takast að þróa skemmtanamenningu ungmenna í samfélaginu í góða átt með góðri samvinnu nemenda, foreldra og skóla.

Takk öll og til hamingju.

[modula id=“9752″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...