Páskafrí á næsta leiti

23.mar.2018

Selir að njóta lífsins á Arfaskersnaggi.

Þegar kennslu lýkur í dag er komið páskafrí. Það má með sanni segja að það byrji vel því úti er rjómablíða og vor í lofti. Selirnir á Arfaskersnaggi sem sjást vel frá kennarastofu FAS leika á als oddi og hoppa og skoppa við skerið.
Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundaskrá.
Við vonum að þið eigið ánægjulegt páskafrí og komið endurnærð í lokatörn annarinnar.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...