Páskafrí á næsta leiti

23.mar.2018

Selir að njóta lífsins á Arfaskersnaggi.

Þegar kennslu lýkur í dag er komið páskafrí. Það má með sanni segja að það byrji vel því úti er rjómablíða og vor í lofti. Selirnir á Arfaskersnaggi sem sjást vel frá kennarastofu FAS leika á als oddi og hoppa og skoppa við skerið.
Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundaskrá.
Við vonum að þið eigið ánægjulegt páskafrí og komið endurnærð í lokatörn annarinnar.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...