Árshátíð FAS á morgun

04.apr.2018

Loksins er komið að árshátíð FAS en hún verður haldin á morgun, fimmtudag 5. apríl á Hafinu hér á Höfn. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20. Í boði er gómsætt lambakjöt og súkkulaðikaka í eftirrétt.
Eftir borðhald hefst skemmtidagskrá þar sem m.a. verður litið á helstu viðburði vetrarins. Kynnir verður Anna Birna Elvarsdóttir sem útskrifaðist frá FAS síðasta vor.
Að skemmtidagskrá lokinni byrjar ballið og það verða Herra Hnetusmjör & Birnir sem þeyta skífum fram eftir kvöldi.
Það er mikilvægt að skrá þátttöku, sérstaklega í tengslum við matinn. Endilega skoðið fésbókarsíðu Nemendafélagsins og drífið ykkur svo af stað 🙂

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...