Árshátíð FAS á morgun

04.apr.2018

Loksins er komið að árshátíð FAS en hún verður haldin á morgun, fimmtudag 5. apríl á Hafinu hér á Höfn. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20. Í boði er gómsætt lambakjöt og súkkulaðikaka í eftirrétt.
Eftir borðhald hefst skemmtidagskrá þar sem m.a. verður litið á helstu viðburði vetrarins. Kynnir verður Anna Birna Elvarsdóttir sem útskrifaðist frá FAS síðasta vor.
Að skemmtidagskrá lokinni byrjar ballið og það verða Herra Hnetusmjör & Birnir sem þeyta skífum fram eftir kvöldi.
Það er mikilvægt að skrá þátttöku, sérstaklega í tengslum við matinn. Endilega skoðið fésbókarsíðu Nemendafélagsins og drífið ykkur svo af stað 🙂

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...