Árshátíð FAS á morgun

04.apr.2018

Loksins er komið að árshátíð FAS en hún verður haldin á morgun, fimmtudag 5. apríl á Hafinu hér á Höfn. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20. Í boði er gómsætt lambakjöt og súkkulaðikaka í eftirrétt.
Eftir borðhald hefst skemmtidagskrá þar sem m.a. verður litið á helstu viðburði vetrarins. Kynnir verður Anna Birna Elvarsdóttir sem útskrifaðist frá FAS síðasta vor.
Að skemmtidagskrá lokinni byrjar ballið og það verða Herra Hnetusmjör & Birnir sem þeyta skífum fram eftir kvöldi.
Það er mikilvægt að skrá þátttöku, sérstaklega í tengslum við matinn. Endilega skoðið fésbókarsíðu Nemendafélagsins og drífið ykkur svo af stað 🙂

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...