10. bekkur heimsækir FAS
Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu...
Þrammað með Mikka
Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með...
Opnum dögum lýkur í dag
Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...
Áfram halda opnir dagar
Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...
Opnir dagar í FAS
Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...
Opnir dagar í næstu viku
Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...