10. bekkur heimsækir FAS

19.mar.2025

Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu kynningunni áhuga og vita vonandi meira núna um það sem skólinn hefur upp á að bjóða. Eftir kynninguna var boðið upp á hádegismat á Nýtorgi þar sem Sigrún töfraði fram kræsingar.

Seinni partinn í gær var svo foreldrum og forráðamönnum boðið til sams konar kynningar. Þar var farið yfir námsframboð, skipulag og þau stuðningsúrræði sem er boðið upp á. Nú ættu nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra að vita mun meira um FAS og geti saman átt samtal um næstu skref í skólagöngu ungmennanna.

Vakni einhverjar frekari spurningar er bæði nemendum og foreldrum bent á að hafa samband við námsráðgjafas skólans hana Fríði og hún er með netfangið fridur@fas.is

Aðrar fréttir

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...