Væntanlegir útskriftarnemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar komu í FAS í gær og var þetta í annað skiptið sem þeim er boðið hingað. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir þeim námsframboð skólans sem hefur verið endurskipulagt á þessu skólaári. Krakkarnir sýndu kynningunni áhuga og vita vonandi meira núna um það sem skólinn hefur upp á að bjóða. Eftir kynninguna var boðið upp á hádegismat á Nýtorgi þar sem Sigrún töfraði fram kræsingar.
Seinni partinn í gær var svo foreldrum og forráðamönnum boðið til sams konar kynningar. Þar var farið yfir námsframboð, skipulag og þau stuðningsúrræði sem er boðið upp á. Nú ættu nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra að vita mun meira um FAS og geti saman átt samtal um næstu skref í skólagöngu ungmennanna.
Vakni einhverjar frekari spurningar er bæði nemendum og foreldrum bent á að hafa samband við námsráðgjafas skólans hana Fríði og hún er með netfangið fridur@fas.is