Opnir dagar í næstu viku

06.mar.2025

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað allt annað.

Í vinnustund í dag var kynning á viðburðum á opnum dögum og sá Kristján áfangastjóri um þá kynningu. Opnir dagar hefjast á mánudag og eins og undanfarin ár standa þeir yfir í þrjá daga. Nemendur fá einingu fyrir þátttöku og virkni. Það er mikið af spennandi viðburðum í boði og líklega verður vandi fyrir einhverja að velja hvað á að taka. Það eru þó þrír atburðir sem allir taka þátt í sameiginlega. Á mánudag verður Háskólalestin í Nýheimum og mun kynna möguleika á námsframboði að loknu stúdentsprófi. Á miðvikudag fyrir hádegi verður spilaður Hornafjarðarmanni þar sem allir eiga að taka þátt. Síðar sama dag mun svo Halla Tómasdóttir forseti Íslands heimsækja skólann en hún er að koma í opinbera heimsókn í Sveitarfélagið Hornafjörð í næstu viku.

Árshátíð skólans verður svo haldin fimmtudaginn 13. mars en við segjum nánar frá því síðar.

Aðrar fréttir

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Öskudagsþema í FAS

Öskudagsþema í FAS

Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á...