Opnir dagar í FAS

10.mar.2025

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði.

Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum morgunæfingum og eftir þær voru ýmsir viðburðir í boði. Þar má t.d. nefna alls kyns spilamennsku, kaffispjall með kennurum, gönguferð um Höfn, æfingar í golfhermi, snyrtibuddugerð og snjóboltastríð.

Hápunktur dagskrárinnar í dag var þó heimsókn Háskólalestarinnar í Nýheima en þar voru mættir fulltrúar allra háskóla landsins til að kynna sitt fjölbreytta námsframboð. Það var sérstaklega gaman að sjá nokkra fyrrum nemendur FAS sem nú stunda nám í mismunandi háskólum vera með í kynningunum og veita upplýsingar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...