Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði.
Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum morgunæfingum og eftir þær voru ýmsir viðburðir í boði. Þar má t.d. nefna alls kyns spilamennsku, kaffispjall með kennurum, gönguferð um Höfn, æfingar í golfhermi, snyrtibuddugerð og snjóboltastríð.
Hápunktur dagskrárinnar í dag var þó heimsókn Háskólalestarinnar í Nýheima en þar voru mættir fulltrúar allra háskóla landsins til að kynna sitt fjölbreytta námsframboð. Það var sérstaklega gaman að sjá nokkra fyrrum nemendur FAS sem nú stunda nám í mismunandi háskólum vera með í kynningunum og veita upplýsingar.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.