Opnum dögum lýkur í dag

12.mar.2025

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var sjálfur útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson sem stjórnaði spilinu af sinni alkunnu snilld. Eftir fyrstu umferð var komið að undanúrslitum þar sem níu efstu tóku þátt. Þegar komið var að úrslitum spiluðu þær Emilía Alís Sumarrós, Lilja Rós og Þorgerður María. Það var Emilía sem stóð uppi sem sigurvegari og er hún því framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna árið 2025. Hún fekk að launum miða á árshátíðina. Þorgerður María var í öðru sæti og Lilja Rós í því þriðja og hlutu þær gjafabréf frá Hafnarbúðinni fyrir frammistöðu sína.

Eftir hádegi var komið að fleiri leikjum. Nú voru það leikirnir „Borg og land“ og „Hengimann“. Í kjölfarið var svo farið yfir hvað gekk vel á opnum dögum og hvað mætti betur fara. Í lok dags mun hópurinn svo taka á móti forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur en hún er í opinberri heimsókn í sveitarfélaginu í dag og á morgun. Það var gaman að sjá hversu margir mættu til að taka á móti forsetahjónunum.

Á morgun er hefðbundin kennsla í FAS en annað kvöld verður svo árshátíð skólans. Þar mæta vonandi sem flestir nemendur og kennarar og hafa gaman saman.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...