Opnum dögum lýkur í dag

12.mar.2025

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var sjálfur útbreiðslustjórinn Albert Eymundsson sem stjórnaði spilinu af sinni alkunnu snilld. Eftir fyrstu umferð var komið að undanúrslitum þar sem níu efstu tóku þátt. Þegar komið var að úrslitum spiluðu þær Emilía Alís Sumarrós, Lilja Rós og Þorgerður María. Það var Emilía sem stóð uppi sem sigurvegari og er hún því framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna árið 2025. Hún fekk að launum miða á árshátíðina. Þorgerður María var í öðru sæti og Lilja Rós í því þriðja og hlutu þær gjafabréf frá Hafnarbúðinni fyrir frammistöðu sína.

Eftir hádegi var komið að fleiri leikjum. Nú voru það leikirnir „Borg og land“ og „Hengimann“. Í kjölfarið var svo farið yfir hvað gekk vel á opnum dögum og hvað mætti betur fara. Í lok dags mun hópurinn svo taka á móti forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur en hún er í opinberri heimsókn í sveitarfélaginu í dag og á morgun. Það var gaman að sjá hversu margir mættu til að taka á móti forsetahjónunum.

Á morgun er hefðbundin kennsla í FAS en annað kvöld verður svo árshátíð skólans. Þar mæta vonandi sem flestir nemendur og kennarar og hafa gaman saman.

 

Aðrar fréttir

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...

Opnir dagar í næstu viku

Opnir dagar í næstu viku

Áfram flýgur tíminn. Nú er orðið bjart þegar við mætum í skólann og jafnvel má sjá ummerki um að vorið sé í nánd. Í þessari viku hafa staðið yfir miðannarviðtöl og í næstu viku verða opnir dagar en þá er hefðbundið nám sett til hliðar og nemendur fást við eitthvað...

Öskudagsþema í FAS

Öskudagsþema í FAS

Eins og flestir vita er öskudagur í dag. Öskudagur er fyrsti dagur í lönguföstu og segir okkur um leið að nú séu 7 vikur til páska. Langafasta er sérstaklega mikilvæg í kaþólska kirkjuárinu og á að vera tími íhugunar og góðrar breytni. Lengi var það sérstakur siður á...