Þrammað með Mikka

18.mar.2025

Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með honum í smárölt.

Og í dag var komið að gönguferðinni. Það hefði varla verið hægt að velja betri tíma. Veðrið í dag er frábært; logn og blíða. Vorið er líka sannarlega farið að minna á sig með fuglasöng sem sjaldan heyrist að vetri. Allir komu kátir til baka – bæði menn og hundur.

Aðrar fréttir

Opnum dögum lýkur í dag

Opnum dögum lýkur í dag

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga í FAS. Eins og fyrri tvo dagana hefur verið nóg að gera; léttar morgunæfingar, spilamennska, kaffispjall á kennarastofunni og prjónastund svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hádegi var einnig spilaður Hornafjarðarmanni og það var...

Áfram halda opnir dagar

Áfram halda opnir dagar

Það hefur verið nóg um að vera á öðrum degi opinna daga í FAS. Líkt og í gær hófst dagurinn á nokkrum léttum morgunæfingum. Nemendur hafa síðan getað valið um ýmsa atburði og má þar t.d. nefna tölvuleiki, karokí, spil og pússl, snyrtibuddugerð, leiki í íþróttahúsi svo...

Opnir dagar í FAS

Opnir dagar í FAS

Í morgun hófust opnir dagar í FAS og þeir standa yfir í þrjá daga. Þessa daga er ekki hefðbundin kennsla en margt annað í boði. Kristján áfangastjóri hefur veg og vanda að skipulagi opinna daga og kennarar eru honum til aðstoðar. Dagskráin í dag hófst með léttum...