Á opnum dögum var einn af fyrirhugðum viðburðum gönguferð með Mikka. Það varð þó ekkert úr þeirri göngu þá vegna slæmsku í fæti hjá hvutta. Nemendur á starfsbraut njóta reglulega útiveru og hafa nefnt að það væri gaman ef það væri hægt fá Mikka á staðinn og fara með honum í smárölt.
Og í dag var komið að gönguferðinni. Það hefði varla verið hægt að velja betri tíma. Veðrið í dag er frábært; logn og blíða. Vorið er líka sannarlega farið að minna á sig með fuglasöng sem sjaldan heyrist að vetri. Allir komu kátir til baka – bæði menn og hundur.