Fyrsti dagur opinna daga í FAS
Í dag hófust opnir dagar í FAS en þá er hefðbundið nám sett til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við allt annað. Skipulagið að þessu sinni er frábrugðið því sem við höfum átt að venjast síðustu ár. Núna eru opnir dagar settir saman úr mörgum smærri viðburðum....
Fræðsla um mannréttindi
Fyrr í þessari viku fengu nemendur og kennarar FAS fræðslu um mannréttindi. Það var ELSA á Íslandi sem eru samtök evrópska laganema og lögfræðinga sem stóðu fyrir fræðslunni en þau hafa verið að heimsækja framhaldsskóla og halda gagnvirk erindi um mannréttindi. Það...
Grunnur í fjallaskíðamennsku
Einungis tæpum tveimur vikum eftir snjóflóðanámskeiðið voru nemendur aftur mættir norður á Dalvík á fjögurra daga grunnnámskeið í fjallaskíðamennsku. 19 nemendur sóttu námskeiðið og voru kennarar þrír. Nú var áherslan lögð á ferðamennsku á skíðum í fjalllendi og...
10. bekkur kynnir sér FAS
Það styttist óðum í að nemendur í 10. bekk ljúki grunnskólagöngunni og þá þarf að fara að huga að næstu skrefum. Af því tilefni er 10. bekk boðið að koma og kynna sér líf og starf í FAS og í dag kom helmingur væntanlegra útskriftarnemenda í heimsókn. Það voru nemendur...
Farfuglarnir farnir að mæta
Í dag var komið að annarri fuglatalningu vetrarins í Óslandi. Vetur konungur er greinilega enn við völd því það var nokkur vindur, hiti um frostmark og jafnvel mátti sjá nokkur snjókorn falla. Það er þó greinilegt að það styttist í að vorið sé á næsta leiti því það...
Snjóflóðafræði og leiðsögn
Tíu nemendur í framhaldsnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2.- 6. febrúar. Eins og á flestum námskeiðum FAS, stýrði veður för en engu að síður fékk hópurinn frábærar lærdómsaðstæður og komst á fjöll alla dagana. Að auki gafst...