Klettar og línuvinna

04.sep.2024

Veðrið gaf góðan tón í byrjun skólaárs á fyrsta námskeiði hjá glænýjum hóp í Fjallamennskunáminu. Kennurum til stórkostlegrar undrunar var þurrt alla dagana nema þann fyrsta, en það gerði ekkert til. Meira að segja júmmæfingar á Skeiðarárbrú fóru fram í sól og blíðu sem er yfirleitt geymt fyrir rigningardaga á þessu námskeiði. 

Og þegar veðrið er gott þá leikur lífið við klifrara en nemendur fengu tækifæri til þess að klifra eins og þau lysti. Nýir nemendur sýndu klifuríþróttinni mikinn áhuga og voru mörg farin að leiða allskonar leiðir á Hnappavöllum undir lok námskeiðs.  

Það var ekki bara klifrað en áfanginn leggur mesta áherslu á línuvinnu á borð við sig og júmm, uppsetningu bergtrygginga og að sjálfsögðu var lögð mikil áhersla á góða tækni þegar kemur að því að tryggja klifrara. Að kunna að síga er mikilvægt í fjallamennsku, hvort sem það er í klifri eða jöklaferðamennsku. Sigið var æft á Hnappavöllum, þá æfðu þau tæknina fyrst í brattri brekku áður en þau sigu fram af Miðskjóli á bergtryggingum sem þau smíðuðu sjálf undir handleiðslu kennara. Eins og kom fram þá spreyttu þau sig í júmmi (línuklifri) á Skeiðarárbrúnni sem nýtist vel ár hvert á þessu námskeiði þó hún nýtist ekki lengur sem brú. Línuklifrið munu þau síðan æfa enn frekar í jöklaferð sem verður haldin í október og loks í vor á AIMG Jöklaleiðsögn 1 sem hluti af sprungubjörgunarprófi. Þannig leggur þessi áfangi áherslu á helstu grunnatriði í línuvinnu sem mun gagnast þeim sem frábær grunnur inn í námskeið vetrarins.  

Hnappavellir skörtuðu sínu fegursta þessa vikuna og við kennararnir erum himinlifandi með árangurinn. Nýi hópurinn er virkilega sterkur og stemningin í hópnum frábær. Við vonum að okkur hafi tekist að vekja áhuga hjá nemendum á hinum magnaða heim klettaklifurs, að þau haldi áfram að æfa klifur í vetur og mæti fersk í klifurvaláfangann í vor. 

Við þökkum fyrir frábæra viku og samveru. Það verður gaman að kynnast öllum enn betur í vetur, þegar alvaran tekur við. Á fjöllum og jöklum í öllum veðrum, þá reynir fyrst á hópinn en jafnframt styrkjast böndin hvergi betur en á fjöllum. 

Kennarar voru Árni Stefán Haldorsen, Erla Guðný Helgadóttir, Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Ólafur Þór Kristinsson. 

 

 

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...

Námsferð á Skeiðarársand

Námsferð á Skeiðarársand

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli...