Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

27.ágú.2024

Í gær voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ en þeir sem hljóta styrk þar hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Auk árangurs á stúdentsprófi er litið til annarra þátta, s.s. þátttöku í félagsstörfum, íþróttum eða öðru því sem er eftirtektarvert. Að þessu sinni fékk sjóðurinn 76 umsóknir en 31 hlaut styrkinn.

Það er okkur í FAS mikið gleðiefni að á meðal styrkþega í ár er Anna Lára Grétarsdóttir sem útskrifaðist í vor frá okkur í FAS. Í umsögn frá Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ kemur eftirfarandi fram um Önnu Láru:

Anna Lára Grétarsdóttir brautskráðist frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í vor og
var dúx skólans með hreina tíu. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar við útskrift, þar á meðal
Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Anna Lára sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna í ár og þá er
hún í Fókus sigursveit Músíkiltilrauna í fyrra, Fókus, auk þess sem hún var valin
hljómborðsleikari Músíktilrauna. Anna Lára var auk þess forseti Nemendafélags FAS á lokaári
sínu. Anna Lára hefur hafið nám í lífeindafræði.

Við óskum Önnu Láru innilega til hamingju með styrkinn og óskum henni sem og styrkþegum öllum alls hins besta. Nánar má lesa um styrkveitinguna hér og á myndinni sést Anna Lára taka við verðlaununum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ.

 

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...