Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

27.ágú.2024

Í gær voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ en þeir sem hljóta styrk þar hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Auk árangurs á stúdentsprófi er litið til annarra þátta, s.s. þátttöku í félagsstörfum, íþróttum eða öðru því sem er eftirtektarvert. Að þessu sinni fékk sjóðurinn 76 umsóknir en 31 hlaut styrkinn.

Það er okkur í FAS mikið gleðiefni að á meðal styrkþega í ár er Anna Lára Grétarsdóttir sem útskrifaðist í vor frá okkur í FAS. Í umsögn frá Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ kemur eftirfarandi fram um Önnu Láru:

Anna Lára Grétarsdóttir brautskráðist frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu í vor og
var dúx skólans með hreina tíu. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar við útskrift, þar á meðal
Menntaverðlaun Háskóla Íslands. Anna Lára sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna í ár og þá er
hún í Fókus sigursveit Músíkiltilrauna í fyrra, Fókus, auk þess sem hún var valin
hljómborðsleikari Músíktilrauna. Anna Lára var auk þess forseti Nemendafélags FAS á lokaári
sínu. Anna Lára hefur hafið nám í lífeindafræði.

Við óskum Önnu Láru innilega til hamingju með styrkinn og óskum henni sem og styrkþegum öllum alls hins besta. Nánar má lesa um styrkveitinguna hér og á myndinni sést Anna Lára taka við verðlaununum úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ.

 

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...