Vegna mikillar umræðu í samfélaginu um fjallamennskunám FAS vill skólameistari koma því á framfæri að skólinn hefur verið í samtali við mennta- og barnamálaráðuneytið um framtíðarmöguleika námsins en sífellt fleiri sannfærast um mikilvægi þess. Áfram verður leitað leiða til þess að hægt verði að halda náminu áfram í námsframboði skólans.
Staðan í fjallamennskunámi FAS
Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...