Námsferð á Skeiðarársand

30.ágú.2024

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli ára. Það er að mörgu að huga í ferðinni. Þannig þurfa nemendur að skoða hvaða gróður er að finna í reitunum, áætla gróðurþekju innan reitanna og samsetningu hennar, telja allar trjáplöntur og ef trjáplanta hefur náð 10 cm hæð þarf að mæla hæð hennar, finna lengsta árssprota, athuga hvort hún myndar rekkla og eins að athuga ummerki um beit eða ágang skordýra. Síðast en ekki síst þarf að skrá allar upplýsingar skýrt og skilmerkilega. Veður í gær var ákjósanlegt til útiveru og athuganir og mælingar gengu ljómandi vel. Með í för voru þær Hólmfríður og Lilja frá Náttúrustofu Suðausturlands og stjórnuðu öðrum hópnum á vettvangi.

Undanfarnar vikur og mánuði höfum við oft heyrt að sumarið hafi ekki verið mjög sérstakt og það sjáum við líka í gróðurreitunum okkar á sandinum. Mjög margar trjáplöntur virðast vera að drepast, sumar að hluta en aðrar alveg. Margar plöntur lækka jafnvel á milli ára. Þá voru margar greinar sem á síðasta ári voru laufgaðar berar og greinilega að drepast eða dauðar.

Næstu daga munu nemendar vinna skýrslu um ferðina þar sem m.a. er verið að bera saman upplýsingar á milli ára.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...