Námsferð á Skeiðarársand

30.ágú.2024

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli ára. Það er að mörgu að huga í ferðinni. Þannig þurfa nemendur að skoða hvaða gróður er að finna í reitunum, áætla gróðurþekju innan reitanna og samsetningu hennar, telja allar trjáplöntur og ef trjáplanta hefur náð 10 cm hæð þarf að mæla hæð hennar, finna lengsta árssprota, athuga hvort hún myndar rekkla og eins að athuga ummerki um beit eða ágang skordýra. Síðast en ekki síst þarf að skrá allar upplýsingar skýrt og skilmerkilega. Veður í gær var ákjósanlegt til útiveru og athuganir og mælingar gengu ljómandi vel. Með í för voru þær Hólmfríður og Lilja frá Náttúrustofu Suðausturlands og stjórnuðu öðrum hópnum á vettvangi.

Undanfarnar vikur og mánuði höfum við oft heyrt að sumarið hafi ekki verið mjög sérstakt og það sjáum við líka í gróðurreitunum okkar á sandinum. Mjög margar trjáplöntur virðast vera að drepast, sumar að hluta en aðrar alveg. Margar plöntur lækka jafnvel á milli ára. Þá voru margar greinar sem á síðasta ári voru laufgaðar berar og greinilega að drepast eða dauðar.

Næstu daga munu nemendar vinna skýrslu um ferðina þar sem m.a. er verið að bera saman upplýsingar á milli ára.

Aðrar fréttir

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og...