Námsferð á Skeiðarársand

30.ágú.2024

Staðnemendur í inngangsáfanga að náttúruvísindum fóru á Skeiðarársand í gær, fimmtudag, til að vitja gróðurreita sem FAS hefur fylgst með frá árinu 2009. Það er reynt að fara alltaf á svipuðum árstíma til að afla gagna svo upplýsingar verði sem sambærilegastar á milli ára. Það er að mörgu að huga í ferðinni. Þannig þurfa nemendur að skoða hvaða gróður er að finna í reitunum, áætla gróðurþekju innan reitanna og samsetningu hennar, telja allar trjáplöntur og ef trjáplanta hefur náð 10 cm hæð þarf að mæla hæð hennar, finna lengsta árssprota, athuga hvort hún myndar rekkla og eins að athuga ummerki um beit eða ágang skordýra. Síðast en ekki síst þarf að skrá allar upplýsingar skýrt og skilmerkilega. Veður í gær var ákjósanlegt til útiveru og athuganir og mælingar gengu ljómandi vel. Með í för voru þær Hólmfríður og Lilja frá Náttúrustofu Suðausturlands og stjórnuðu öðrum hópnum á vettvangi.

Undanfarnar vikur og mánuði höfum við oft heyrt að sumarið hafi ekki verið mjög sérstakt og það sjáum við líka í gróðurreitunum okkar á sandinum. Mjög margar trjáplöntur virðast vera að drepast, sumar að hluta en aðrar alveg. Margar plöntur lækka jafnvel á milli ára. Þá voru margar greinar sem á síðasta ári voru laufgaðar berar og greinilega að drepast eða dauðar.

Næstu daga munu nemendar vinna skýrslu um ferðina þar sem m.a. er verið að bera saman upplýsingar á milli ára.

Aðrar fréttir

Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

Anna Lára hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ

Í gær voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningasjóði stúdenta HÍ en þeir sem hljóta styrk þar hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs. Auk árangurs á stúdentsprófi er litið til annarra þátta, s.s. þátttöku í félagsstörfum, íþróttum eða öðru því sem...

Gaman saman á nýnemadegi

Gaman saman á nýnemadegi

Tíminn eftir hádegi í dag var helgaður nýnemum. Eldri nemendur voru búnir að undirbúa dagskrá sem miðaði að því allir myndu kynnast og hafa gaman saman. Öllum nemendum var skipt í nokkra hópa og þurfti hver hópur að leysa ýmis verkefni og vinna sér um leið inn stig....

Skólasetning og byrjun kennslu

Skólasetning og byrjun kennslu

Skólastarf haustannarinnar hófst formlega í morgun þegar staðnemendur mættu. Lind skólameistari bauð alla velkomna og fór yfir nokkur mikilvæg atriði er varða komandi önn. Kristján áfangastjóri tók því næst við með nokkur orð. Í kjölfarið voru fundir með...